miðvikudagur 1. apríl 2009

Vel sótt kynning um MBA nám

Háskólasetur Vestfjarða og MBA nám Háskóla Íslands stóðu fyrir kynningarfundi um MBA námið í Háskólasetrinu í hádeginu dag. Fundurinn var vel sóttur og mættu um 25 manns til að kynna sér námið. Jón Snorri Snorrason forstöðumaður MBA námsins kynnti þann möguleika að hluti námsins skólaárið 2009 - 2011 verði kenndur í staðbundnu námi við Háskólasetur Vestfjarða, en forsenda þess er sú að næg þátttaka Vestfirðinga fáist. Jafnframt fór Jón Snorri yfir uppbygginu námsins, sem einkum er ætlað fólki sem er starfandi í atvinnulífinu og vill bæta við sig þekkingu á sviði viðskiptafræði, stjórnunar og markaðsmála.

Þeir sem ekki komust á fundinn en hafa áhuga á að kynna sér þennan möguleika er bent á að hafa samband við Sigurð Arnfjörð verkefnastjóra hjá Háskólasetrinu í síma 450-3043, GSM 864-9737 eða í netfanginu arnfjord@hsvest.is. Einnig er vert að benda á heimasíðu MBA námsins mba.is.