mánudagur 11. apríl 2011

Vel heppnuð ráðstefna um þjóðfélagsfræði

Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða, bauð gesti velkomna og setti ráðstefnuna.
Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða, bauð gesti velkomna og setti ráðstefnuna.
Laugardagurinn var þéttskipaður og hófst dagskráin á tveimur inngangserindum. Þorgerður Einarssdóttir prófessor við HÍ, flutti erindið „Hvað hrundi í hruninu? Um endursköpun valdatengsla og möguleika til breytinga" og Þorbjörn Broddason, prófessor við HÍ flutti erindið „Viðhorf í tíma: breytingar og stöðugleiki meðal íslenskra ungmenna". Í framahaldinu hófust svo málstofur um fjölmiðla og samfélag, börn og unglinga og að lokum málstofa um sjálfbæra þróun. Áður en síðustu málstofur ráðstefnunnar hófust um byggðarþróun, samfélagslega þátttöku og menningarmál hélt Magnfríður Júlíusdóttir síðasta inngangserindi ráðstefnunnar undir yfirskriftinni „Athafnakonur, rými og andóf.

Háskólasetur Vestfjarða vill koma á framfæri þökkum til allra fyrirlesara og þáttakenda fyrir frábæra helgi og auðsýnt æðruleysi gagnvart truflunum á flugsamgöngum.