þriðjudagur 4. október 2022

Vel heppnuð Vísindavaka

Háskólasetur tók þátt í Vísindavöku RANNÍS sem fram fór í Reykjavík um helgina, og sýndi þar þrívíddarlíkön af Vestfjörðum og útskýrði fyrir gestum og gangandi þær áskoranir sem byggðirnar þar standa frammi fyrir, ekki síst snjóflóðavá.

Það voru Matthias Kokorsch, fagstjóri meistaranáms í sjávarbyggðafræðum við UW, og Jóhanna Gísladóttir, umhverfisstjóri frá Landbúnaðarháskóla Íslands, sem kynntu gestum á Vísindavökunnu þetta rannsóknarverkefni sem er hluti af samvinnuverkefni CliCNord um loftlagsbreytingar og samfélagslega seiglu smárra byggðalaga á Norðurlöndunum.

Vísindavakan þótti vel lukkuð og voru fulltrúar Háskólaseturs sérstaklega ánægð með fjölda barna sem sóttu Vísindavökuna, en þau voru mjög forvitin um snjóflóð og þrívíddarlíkönin sem voru til sýnis. 

 


1 af 3