Vel heppnað námskeið með grunnskólakennurum
Í dag, föstudaginn 11. júní, luku hátt í 50 grunnskólakennarar á norðanverðum Vestfjörðum námskeiði sem hannað og undirbúið var af nemendum Háskólaseturs Vestfjarða í Haf- og strandsvæðastjórnun. Námskeiðið sem bar yfirskriftina „Menntun til sjálfbærni" fjallaði um sjálfbærni og leiðir til að samþætta hugmyndir um sjálfbærni inn í alla kennslu og allt skólastarf. Farið var sérstaklega yfir sjálfbærni í tengslum við mat, orku og úrgang, en einnig var fjallað um sjálfbærni í víðara samhengi, með aðstoð Kristínar Völu Ragnarsdóttur forseta verk- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Í kjölfarið á fyrirlestrum í gærmorgun var svo unnið í hópum að hugmyndum um verkefni í tengslum við kennslu.
Námskeiðið þótti heppnast vel og veitti þátttakendum margar hugmyndir til að nota við undirbúning næsta skólaárs.
Námskeiðið þótti heppnast vel og veitti þátttakendum margar hugmyndir til að nota við undirbúning næsta skólaárs.