Vel á þriðja hundruð gesta heimsóttu Vestrahúsið
Góð aðsókn var að opnu húsi sem efnt var til í Vestrahúsinu föstudaginn 1. apríl - þrátt fyrir óheppilega dagsetningu. Vel á þriðja hundrað gesta heimsóttu húsið og fræddust um þá fjölbreyttu starfsemi sem hér fer fram. Gestir voru mjög áhugasamir um starfsemina og spurðu starfsmenn spjörunum úr og gæddu sér á ýmiskonar góðgæti sem var í boði víða um húsið.
Fjarstýrður rannsóknarkafbátur og neðansjávarmyndavél Hafró vöktu sérstaka athygli gesta sem fengu m.a. að sjá upptökur úr síðasta rannsóknarleiðangri. Einnig vakti starfsemi Kerecis mikla athygli en gestum bauðst bæði að fræðast um framleiðslu fyrirtækisins á kremum og lækningavörum og að búa til sitt eigð krem. Þá vöktu myndbandsupptökur af framkölluðum rannsóknarsnjóflóðum Snjóflóðaseturs mikla athylgi en starfsmenn þess útskýrðu jafnharðan það sem fyrir augu bar.
Háskólasetur Vestfjarða og aðrar stofnanir Vestrahússins þakkar gestum kærlega fyrir komuna.
Fjarstýrður rannsóknarkafbátur og neðansjávarmyndavél Hafró vöktu sérstaka athygli gesta sem fengu m.a. að sjá upptökur úr síðasta rannsóknarleiðangri. Einnig vakti starfsemi Kerecis mikla athygli en gestum bauðst bæði að fræðast um framleiðslu fyrirtækisins á kremum og lækningavörum og að búa til sitt eigð krem. Þá vöktu myndbandsupptökur af framkölluðum rannsóknarsnjóflóðum Snjóflóðaseturs mikla athylgi en starfsmenn þess útskýrðu jafnharðan það sem fyrir augu bar.
Háskólasetur Vestfjarða og aðrar stofnanir Vestrahússins þakkar gestum kærlega fyrir komuna.