fimmtudagur 7. mars 2013

Veiðafæratækni og flutningar á sjó

Síðastliðinn mánudag hófust tvö ný valnámskeið í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun, annarsvegar námskeið um veiðafæratækni (Fishing Technology) og hinsvegar námskeið um flutninga á sjó (Maritime Transport).

Námskeiðið um veiðafæatækni er kennt af heimamanninum Einari Hreinssyni, sérfræðingi hjá Hafrannsóknarstofnun, en Einar hefur kennt námskeiðið frá upphafi. Hitt námskeiðið er kennt af nýjum kennara í kennarahópnum, Dr. Anthony Chin, dósent í flutningshagfræði (Transport Economics) við hagfræðideild háskólans í Singapore. Sem betur fer var Dr. Chin kominn vestur á laugardag, áður en óveðrið skall á og því hefur kennsla ekki raskast. Við bjóðum hann velkominn til starfa.

Ísafjörður. Ljósmynd Anders Peters.
Ísafjörður. Ljósmynd Anders Peters.