Veiðafæratækni og flutningar á sjó
Síðastliðinn mánudag hófust tvö ný valnámskeið í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun, annarsvegar námskeið um veiðafæratækni (Fishing Technology) og hinsvegar námskeið um flutninga á sjó (Maritime Transport).
Námskeiðið um veiðafæatækni er kennt af heimamanninum Einari Hreinssyni, sérfræðingi hjá Hafrannsóknarstofnun, en Einar hefur kennt námskeiðið frá upphafi. Hitt námskeiðið er kennt af nýjum kennara í kennarahópnum, Dr. Anthony Chin, dósent í flutningshagfræði (Transport Economics) við hagfræðideild háskólans í Singapore. Sem betur fer var Dr. Chin kominn vestur á laugardag, áður en óveðrið skall á og því hefur kennsla ekki raskast. Við bjóðum hann velkominn til starfa.
Námskeiðið um veiðafæatækni er kennt af heimamanninum Einari Hreinssyni, sérfræðingi hjá Hafrannsóknarstofnun, en Einar hefur kennt námskeiðið frá upphafi. Hitt námskeiðið er kennt af nýjum kennara í kennarahópnum, Dr. Anthony Chin, dósent í flutningshagfræði (Transport Economics) við hagfræðideild háskólans í Singapore. Sem betur fer var Dr. Chin kominn vestur á laugardag, áður en óveðrið skall á og því hefur kennsla ekki raskast. Við bjóðum hann velkominn til starfa.