Veggspjaldakynning nemenda
Undanfarnar tvær vikur hafa meistaranemar í haf- og strandsvæðastjórnun, við Háskólasetur Vestfjarða, setið námskeið í aðferðafræði (Applied Methodology). Í námskeiðinu eru eru nemendur þjálfaðir í að nota ólíkar rannsóknaraðferðir og nálganir. Lokaverkefni námskeiðsins felst í því að vinna lítið rannsóknarverkefni tengt Vestfjörðum og stóð nemendum til boða að velja þrjú ólík þemu, þ.e. umhverfisvottun á Vestfjörðum, mengun á haf- og strandsvæðum Vestfjarða eða nýting strandsvæða á norðanverðum Vestfjörðum.
Lokahnykkur þessara verkefna er veggspjaldakynning sem fram fer fimmtudaginn 31. október. Þar munu nemendur kynna niðurstöður sínar fyrir gestum. Kynningin fer fram í Háskólasetri Vestfjarða klukkan 11 og eru opin öllum áhugasömum.