mánudagur 12. nóvember 2012

Vefsíða nemendafélagsins Ægis

Mikill kraftur er í nemendafélaginu Ægi sem meistaranemar í haf- og strandsvæðastjórnun starfrækja við Háskólasetrið. Nemendur hafa verið uppteknir síðustu vikur við að kynna sér lífið á Vestfjörðum og m.a. heimsótt fyrirtæki og stofnanir. Auk þess má nefna að síðastliðinn laugardag stóð félagið fyrir vel heppnuðu alþjóðlegu hlaðborði á veitingastaðnum Kaffi Ísól á Ísafirði.

Nemendafélagið hefur nú einnig sett í loftið nýja heimasíðu þar upplýsingar um félagslífið munu birtast reglulega auk þess sem tilvonandi nemendur geta kynnst annari hlið á stúdentalífinu en tekst að birta hér á heimasíðu Háskólasetursins. Einnig má geta þess að nemendafélagið Ægir heldur úti síðu á samfélagssíðunni Facebook þar sem einnig er hægt að fylgjast með starfsemi félagsins.

Frá Alþjóðlega hlaðborðinu sem haldið var á kaffi Ísól á laugardaginn var. Kvöldið var afar vel heppnað og vel sótt af bæjarbúum.
Frá Alþjóðlega hlaðborðinu sem haldið var á kaffi Ísól á laugardaginn var. Kvöldið var afar vel heppnað og vel sótt af bæjarbúum.