miðvikudagur 8. ágúst 2007

Vef- og tæknimál Háskólaseturs

Í júlí var auglýst laus staða vef- og tæknistjóra hjá Háskólasetri Vestfjarða. Umsóknarfrestur var 23. júli. Þrjár umsóknir bárust, þar á meðal eru vestfirsk fyrirtæki sem bjóða í stöðuna, en tekið var fram í starfsauglýsingunni að til greina kæmi að úthýsa þessum málum ef að fyrirtæki myndu bjóða í starfið.
Ákveðið var að úthýsa vef- og tæknimálum. Netheimar munu sjá um tæknimál en Snerpa mun sjá um vefmálin.