fimmtudagur 15. nóvember 2007

Veðrið var blítt og hreint en ekki sá til sólar

Gestur í Vísindaporti vikunnar er Ingi Björn Guðnason nýr starfsmaður Háskólaseturs. Í tilefni þess að á föstudaginn eru liðin 200 ár frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar mun Ingi Björn fjalla um þrjú lausamálsverk skáldsins, sögurnar „Grasaferð" og „Stúlkan í turninum" ásamt bréfi sem skáldið ritaði í júlí 1841. Verkin þrjú eru ólík en eiga það sameiginlegt að í þeim öllum er undirliggjandi ógn eða hætta.


Ingi Björn lauk B.A-prófi í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og starfaði sem upplýsingafulltrúi á Gljúfrasteini - húsi skáldsins áður en hann hóf störf við Háskólasetur. Hann er að ljúka M.A-prófi í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, en lokaritgerð hans fjallar um skáldsögur Jóns Kalmans Stefánssonar.