Vaxtarsamningur Vestfjarða styrkir lokaverkefni nemenda
Í gegnum rannsóknarnámssjóðs sinn hefur Vaxtarsamningur Vestfjarða ákveðið að styrkja 7 lokaverkefni háskólanema í framhaldsnámi. Í úthlutunarnefnd sitja Neil Shiran Þórisson, Peter Weiss og Kristján Jóakimsson. Mat nefndarinnar var að veita eftirfarandi verkefnum styrk:
Arastou Gharibi - Vöktun á botnlífríki sjávar í Skutulsfirði í tengslum við úrgangsvatn.
Lindsay Church - Fýsileikakönnun á sjálfbærri ferðaþjónustu í heild sinni á Vestfjörðum.
Manuel Meidinger - Mat á áhrifum hækkandi sjávaryfirborðs og mikilla óveðra fyrir Ísafjarðarbæ.
Alan Deverell - Fýsileikakönnun á þróun á kafarasporti.
Alex Elliott - Sjálfbærni (efnahaglegt og umhverfislegt) í ferðamennsku á jaðarsvæðum miðað við ákveðna reynslu af fyrirhuguðum framkvæmdum á Nauteyri.
Eteienne Gernez - Mat á hagkvæmni og umhverfisáhrifum af RoRo skipaflutningum og landflutningum fyrir flutning á sjávarafurðum Vestfjarða.
Theodór Kristjánsson - Kynbætur í þorskeldi.
Allir ofangreindir nemendur stunda meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða að undanskildum Theodóri Kristjánssyni, sem stundar doktorsnám við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.
Vaxtarsamningur Vestfjarða telur mikilvægt að styðja við rannsóknir nema sem snúa að uppbygginu atvinnulífs og samfélags á Vestfjörðum. Í ljósi þessarar áherslu var settur á laggirnar styrktarsjóður fyrir námsmenn í háskólanámi sem höfðu tengingu við Vestfirði. Mörg verkefnanna sem fengu styrk hafa beina tengingu við atvinnulífið og geta skapað efnahagslegan vöxt ef niðurstöður reynast jákvæðar. Í nokkrum ofangreindra verkefna eru skoðaðir þættir sem hafa mikil áhrif á samfélag og atvinnulíf. Í þeim er stuðst við aðferðafræði sem nýta mætti víðar á fjórðungnum. Í heild sinni eru verkefnin öll mjög áhugaverð og munu niðurstöður þeirra án efa hafa hagnýtt gildi bæði beint og óbeint fyrir atvinnulíf svæðisins. Það er von Vaxtarsamnings Vestfjarða að með styrkveitingunum sé verið að ýta undir rannsóknaráhuga nema á Vestfjörðum og árangurinn verði bæði efnahagslegur og samfélagslegur.
Arastou Gharibi - Vöktun á botnlífríki sjávar í Skutulsfirði í tengslum við úrgangsvatn.
Lindsay Church - Fýsileikakönnun á sjálfbærri ferðaþjónustu í heild sinni á Vestfjörðum.
Manuel Meidinger - Mat á áhrifum hækkandi sjávaryfirborðs og mikilla óveðra fyrir Ísafjarðarbæ.
Alan Deverell - Fýsileikakönnun á þróun á kafarasporti.
Alex Elliott - Sjálfbærni (efnahaglegt og umhverfislegt) í ferðamennsku á jaðarsvæðum miðað við ákveðna reynslu af fyrirhuguðum framkvæmdum á Nauteyri.
Eteienne Gernez - Mat á hagkvæmni og umhverfisáhrifum af RoRo skipaflutningum og landflutningum fyrir flutning á sjávarafurðum Vestfjarða.
Theodór Kristjánsson - Kynbætur í þorskeldi.
Allir ofangreindir nemendur stunda meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða að undanskildum Theodóri Kristjánssyni, sem stundar doktorsnám við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.
Vaxtarsamningur Vestfjarða telur mikilvægt að styðja við rannsóknir nema sem snúa að uppbygginu atvinnulífs og samfélags á Vestfjörðum. Í ljósi þessarar áherslu var settur á laggirnar styrktarsjóður fyrir námsmenn í háskólanámi sem höfðu tengingu við Vestfirði. Mörg verkefnanna sem fengu styrk hafa beina tengingu við atvinnulífið og geta skapað efnahagslegan vöxt ef niðurstöður reynast jákvæðar. Í nokkrum ofangreindra verkefna eru skoðaðir þættir sem hafa mikil áhrif á samfélag og atvinnulíf. Í þeim er stuðst við aðferðafræði sem nýta mætti víðar á fjórðungnum. Í heild sinni eru verkefnin öll mjög áhugaverð og munu niðurstöður þeirra án efa hafa hagnýtt gildi bæði beint og óbeint fyrir atvinnulíf svæðisins. Það er von Vaxtarsamnings Vestfjarða að með styrkveitingunum sé verið að ýta undir rannsóknaráhuga nema á Vestfjörðum og árangurinn verði bæði efnahagslegur og samfélagslegur.