þriðjudagur 3. júní 2008

Útskriftarnemar athugið - útskriftarveisla í Háskólasetrinu

Laugardaginn 7. júní kl. 17 verður haldin útskriftarveisla í Háskólasetrinu.

Veislan er ætluð öllum fjarnemendum sem hyggjast útskrifast nú í vor sem og mökum.

Háskólasetur Vestfjarða er miðstöð fjarnáms á Vestfjörðum og þangað sækja fjarnemendur sína tíma og ýmsa þjónustu.

Starfsfólki Háskólaseturs langar af þessu tilefni að samgleðjast með útskriftarnemendum og eiga með þeim skemmtilega stund. Vonast er að sem flestir útskriftarnemar láti sjá sig.


Nokkrir nemendur sem munu útskrifast úr grunnskólakennarafræði frá Háskólanum á Akureyri í vor
Nokkrir nemendur sem munu útskrifast úr grunnskólakennarafræði frá Háskólanum á Akureyri í vor