Útskrift í Háskólasetri
Laugardaginn 7. júní hélt Háskólasetur útskriftarveislu fyrir þá fjarnemendur sem eru að útskrifast úr sínu háskólanámi nú í vor. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja hjá Háskólasetrinu eru 19 manns að útskrifast þetta vorið. Þar af eru 12 sem útskrifast frá Háskólanum á Akureyri (6 í grunnskólakennarafræði, 5 í hjúkrunarfræði og 1 í viðskiptafræði), 4 eru að fara að útskrifast frá Kennaraháskóla Íslands (2 í grunnskólakennarafræði og 2 í þroskaþjálfafræði) og 3 munu útskrifast frá Háskóla Íslands (1 með BA í íslensku, 1 með MS í næringarfræði og 1 í framhaldsnámi í félagsráðgjöf).
Þetta fólk hefur allt með einum eða öðrum hætti nýtt sér aðstöðu Háskólasetursins við háskólanámið þó í mismiklum mæli sé. Háskólasetrið færði öllum útskriftarnemum gjöf með hamingjuóskum í tilefni útskriftarinnar en ekki síst með þökk fyrir samstarfið og samveruna á liðnum árum. Öllum útskriftarnemum ársins er óskað velfarnaðar og starfsfólk Háskólaseturs óskar þess að sjálfsögðu að sem flestir komi nemendurnir aftur, annað hvort sem kennarar hjá Háskólasetri eða sem nemendur í framhaldsnámi á háskólastigi.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta útskriftarnemanna ásamt Mörthu Lilju Olsen, kennslustjóra Háskólaseturs og Peter Weiss forstöðumanni.
Þetta fólk hefur allt með einum eða öðrum hætti nýtt sér aðstöðu Háskólasetursins við háskólanámið þó í mismiklum mæli sé. Háskólasetrið færði öllum útskriftarnemum gjöf með hamingjuóskum í tilefni útskriftarinnar en ekki síst með þökk fyrir samstarfið og samveruna á liðnum árum. Öllum útskriftarnemum ársins er óskað velfarnaðar og starfsfólk Háskólaseturs óskar þess að sjálfsögðu að sem flestir komi nemendurnir aftur, annað hvort sem kennarar hjá Háskólasetri eða sem nemendur í framhaldsnámi á háskólastigi.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta útskriftarnemanna ásamt Mörthu Lilju Olsen, kennslustjóra Háskólaseturs og Peter Weiss forstöðumanni.