mánudagur 21. janúar 2008

Undirbúningsnámskeið í hjúkrunarfræði

Þriðjudaginn 22. janúar hefst undirbúningsnámskeið fyrir þá sem ætla að hefja fjarnám í hjúkrunarfræði n.k. haust.

Kennari á námskeiðinu verður Ingi Þór Ágústsson, hjúkrunarfræðingur. Ingi Þór hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur undanfarin ár við Heilbrigðisstofnunina á Ísafirði, en einnig kennir hann á sjúkraliðabraut í Menntaskólans á Ísafirði. Farið verður yfir það efni sem kennt er á fyrstu önninni í hjúkrunarfræðináminu við Háskólann á Akureyri en einnig mun verða farið yfir hvernig samkeppnisprófin ganga fyrir sig og gefin góð ráð varðandi slík próf.


Námskeiðið verður kennt alla þriðjudaga kl. 17-19 og kostar kr. 18.000.


Skráning á námskeiðið er hafin og eru þeir sem hafa áhuga á að sækja námskeiðið beðnir um að skrá sig hjá Mörthu Lilju, í síma 450 3041 eða í tölvupósti, marthalilja@hsvest.is.


Sjá nánar um námskeiðið hér