fimmtudagur 1. desember 2022

Umsóknargátt opin!

Frá og með deginum í dag er hægt að sækja um meistaranám við Háskólasetur Vestfjarða í gegnum umsóknargátt á vef Háskólans á Akureyri. Hægt er að velja um tvær námsleiðir, Haf- og strandsvæðastjórnun og Sjávarbyggðafræði.

Opið er fyrir umsóknir fram á vor en fyrsti umsóknafrestur UW er 15. febrúar og þau sem sækja um fyrir þann tíma hafa forgang um pláss og mega búast við svari í byrjun mars. 

Til að fá nánari upplýsingar um meistaranámið og umsóknarferlið er hægt senda fyrirspurn á applications(at)uw.is eða aðalnetfangið info(at)uw.is.

Opnu meistaranámskeiðin eru sem fyrr í boði fyrir nemendur annarra háskóla og fólk úr atvinnulífinu og um þau er sótt á vef Háskólaseturs, en við minnum á að best er að sækja um sem fyrst þar sem meistaranámsnefnd þarf að samþykkja allar umsóknir. 

Næstu opnu námskeið eru 4 ECTS námskeið og standa yfir vikuna 12.-16. desember, það eru Mat á umhverfisáhrifum og Hafræn mannfræði.

Allt nám í UW fer fram á Ísafirði og á ensku enda er nemendahópurinn alþjóðlegur og gestakennarar hvaðanæva úr heiminum.