Umhverfiskerfi: Grænþvottur fyrirtækja eða leið að sjálfbærni?
Gestur í Vísindaporti vikunnar er Gunnar Páll Eydal. Gunnar Páll mun fjalla um hvernig og hvers vegna fyrirtæki hafa tekið á umhverfismálum fyrr og nú. Tekið verður dæmi um innihald og notkun á umhverfiskerfum og þeirri spurningu varpað fram hvort þau séu einungis grænþvottur fyrirtækja eða hvort þau séu mikilvægt tæki til að stuðla að sjálfbærri þróun. Jafnframt verður spurt hvaða erindi umhverfiskerfi eigi við fyrirtæki á Vestfjörðum, t.d. í sjávarútvegi og ferðaþjónustu.
Gunnar Páll fluttist til Ísafjarðar ásamt fjölskyldu sinni árið 2004. Hann er með BS gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf í umhverfis- og auðlindastjórnun frá Simon Fraser University, The School of Resource and Environmental Management. Hann starfar nú hjá Teiknistofunni Eik á Ísafirði.