mánudagur 30. apríl 2012

Umhverfisáhrif hjólaplógsveiða á hörpuskel

Miðvikudaginn 2. maí mun Megan Chen verja meistaraprófsritgerð sína um umhverfisáhrif hjólaplógsveiða á hörpuskel í Breiðafirði en ritgerðin nefnist The environmental impact of scallop dredging in Breiðafjörður, West Iceland: A call for fishing technique and management reform. Fyrirlesturinn, sem fer fram á ensku, hefst kl. 16:00 í stofu 1-2 í Háskólasetrinu og eru allir velkomnir.

Leiðbeinandi Megan í verkefninu er dr. Jónas Páll Jónasson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun en prófdómari er prófessor Vincent Gallucci, gestafræðimaður við Háskólasetur Vestfjarða og prófessor við Háskólann í Washington í Bandaríkjunum.

Veiðar á hörpuskel lögðust af í Breiðafirði vegna stofnhruns árið 2003. Meðal hugsanlegra orsakavalda þessa hruns eru náttúrleg dánartíðini af völdum hækkandi hitastigs sjávarvar og vanhæfni tegundarinnar til að standast veiðiálag. Í ritgerðinni eru umhverfisáhrif veiðanna skoðuð út frá ýmsum hliðum, jafnframt því sem settar eru fram tillögur um hvernig megi þróa breytingar á veiðitækni, sem og stjórnun á nýtingu tegundarinnar.

Ágrip á ensku:
The fishery for C. islandica in Breiðafjörður was closed in response to the stock collapse around 2003. High rates of natural mortality, an increase in sea surface temperature, and inability to endure fishing pressure have been mechanisms suggested for the collapse. The environmental impact of roller dredging was examined in two ways: (1) a framework for assessing cumulative impact on vulnerable marine taxa, and (2) modeling the effects on yield per recruit with the inclusion of different levels of indirect mortality. Results showed that total historical cumulative impact was highest for maerl (35.25%), echinoidea (35.25%), bivalves (33.24%) and alcyonacea (30.85%). As well, peak yield per recruit with the addition of indirect fishing mortality of 0.155 dropped to 27% of peak yield per recruit with no indirect fishing mortality. The certainty and significance of these results are discussed, along with strengths and weaknesses of both methods used. Then, a list of criteria was developed for fishing technique transform, and management actions are suggested.

Mynd: Acélan

Hörpudiskur. Ljósmynd Acélan, tekin af Wikipedia.
Hörpudiskur. Ljósmynd Acélan, tekin af Wikipedia.