Umhverfið við Marshall eyjar til umræðu í Vísindaporti
Í Vísindaporti föstudagsins mun Michael Honeth fjalla um umhverfismál við Marshall eyjar. Á Marshall eyjum býr fámenn þjóð afskekkt í Kyrrahafinu. Eyjurnar eru ef til vill þekktastar vegna kjarnorkutilrauna Bandaríkjamanna á Bikini eyju upp úr síðari heimstyrjöldinni, en í erindi sínu mun Michael fjalla um þau fjölbreyttu umhverfismál sem íbúar og stjórnvöld á þessum láglendu eyjum standa frammi fyrir og hvernig þeir eru að takast á við þau.
Michael Honeth starfar sem ráðgjafi varðandi umhverfismál hafs og stranda. Hans síðasta verkefni var að rannsaka kóralrifin við Belize en áður starfaði hann sem strandsvæðaráðgjafi á Marshall eyjum og sem ráðgjafi umhverfismála með frumbyggjum Kanada. Michael er með mastersgráðu í hafsvæðastjórnun frá Dalhousie háskóla í Kanada.
Vísindaport er öllum opið og hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs. Að þessu sinni fer erindið fram á ensku.
Michael Honeth starfar sem ráðgjafi varðandi umhverfismál hafs og stranda. Hans síðasta verkefni var að rannsaka kóralrifin við Belize en áður starfaði hann sem strandsvæðaráðgjafi á Marshall eyjum og sem ráðgjafi umhverfismála með frumbyggjum Kanada. Michael er með mastersgráðu í hafsvæðastjórnun frá Dalhousie háskóla í Kanada.
Vísindaport er öllum opið og hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs. Að þessu sinni fer erindið fram á ensku.