mánudagur 2. maí 2011

Um viðbrögð við landgöngu hvítabjarna

Eins og fram hefur komið í fréttum í dag urðu sjómenn varir við hvítabjörn í Hælavík á Hornströndum fyrr í morgun. Viðbrögð við landgöngu hvítabjarna á Íslandi var viðfangsefni lokaritgerðar Alex Stubbing meistaranema í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða en hann kynnti efni ritgerðarinnar þann 18. apríl síðastliðinn. Nánar má fræðast um efni ritgerðarinnar í frétt hér á vefnum um kynninguna. Einnig er ritgerðin væntanleg í heild sinni á vefnum skemman.is.

Alex Stubbing skrifaði meistaraprófsritgerð um viðbrögð við landgöngu hvítabjarna á Íslandi.
Alex Stubbing skrifaði meistaraprófsritgerð um viðbrögð við landgöngu hvítabjarna á Íslandi.