mánudagur 8. mars 2010

Tvö valnámskeið hefjast

Frá og með þessari viku verða tvö valnámskeið í boði í hverri þriggja vikna lotu meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun. Nemendur munu því héðan af geta valið annað af tveimur valnámskeiðum sem í boði verða.

Í vikunni bjóðum við Einar Hreinsson velkominn en hann mun kenna námskeiðið Introduction to Marine Technology. Einar er sérfræðing hjá útibúi Hafrannsóknarstofnunar á Ísafirði og kennari við Háskólann á Akureyri, hann hefur verið viðriðinn meistaranámið frá upphafi enda hægt um við því hann er með skrifstofu og rannsóknaraðstöðu í sama húsnæði og Háskólasetrið.

Einnig bjóðum við velkomin þau Dr. Selina Heppel og Dr. Scott Heppell, sem munu kenna hitt námskeiðið sem í boði verður næstu þrjár vikur, Fisheries Managment and Ecological Modeing. Þau kenndu einmitt svipað námskeið í fyrra auk þess sem Selina var prófdómari vegna meistaraprófsverkefnis í janúar síðastliðnum.

Einar Hreinson kennir námskeiðið Introduction to Marine Technology næstu þrjár vikur.
Einar Hreinson kennir námskeiðið Introduction to Marine Technology næstu þrjár vikur.