þriðjudagur 8. mars 2011

Tvö valnámskeið hafin

Í vikunni hófust tvö ný valnámskeið í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Annarsvegar námskeiðið Maritime Transport og hinsvegar námskeiðið Fishing Technology.

Námskeiðið Fishing Technology kennir heimamaðurinn Einar Hreinsson, vísindamaður hjá Hafró og lektor við Háskólann á Akureyri. Þetta er þriðja árið sem Einar kennir þetta námskeið í meistaranáminu en auk þess situr hann í meistaranámsnefnd.

Námskeiðið Maritime Transport kennir nýr kennari í kennarahóp Háskólasetursins, Dr. Miaoija Liu, sem við bjóðum sérstaklega velkomna til starfa. Hún lauk doktorsgráðu í flutningum á hafi frá Kobe háskólanum í Japan og hefur m.a. stundað kennslu við Erasmus háskólann í Rotterdam í Hollandi. Nýverið réði hún sig til starfa sem yfirmaður fræðslu- og kennslumála hjá samtökunum BIMCO (Baltic and International Maritime Council) og mun hefja störf þar í maí næstkomandi.

Dr. Miaoija Liu er nýr kennari í kennaraliði Háskólasetursins og bjóðum við hana velkomna til starfa.
Dr. Miaoija Liu er nýr kennari í kennaraliði Háskólasetursins og bjóðum við hana velkomna til starfa.