þriðjudagur 6. júlí 2010

Tvö valnámskeið hafin

Þessa viku hófust tvö valnámskeið í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun, Human Ecology (mannvistfræði) og Geographical Information Systems (landfræðileg upplýsingarkerfi).

Helga Ögmundardóttir doktorsnemi í mannfræði við Háskólann á Uppsölum í Svíþjóð kennir Human Ecology. Hún stundar einnig rannsóknir við Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands.

Tom Barry MA í umhverfislandfræði kennir GIS-námskeiðið. Hann er með meistaragráðu frá Háskólanum í Cork á Írlandi og kennir nú við Háskólann á Akureyri. Tom vinnur einnig m.a. fyrir Conservation of Arctic Flora and Fauna Working Group of the Arctic Council (CAFF).

 

 


Helga Ögmundardóttir og Tom Barry kenna valnámskeiðin sem hófust þessa viku.
Helga Ögmundardóttir og Tom Barry kenna valnámskeiðin sem hófust þessa viku.