Tvö valnámskeið hafin
Þessa viku hófust tvö valnámskeið í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun, Human Ecology (mannvistfræði) og Geographical Information Systems (landfræðileg upplýsingarkerfi).
Helga Ögmundardóttir doktorsnemi í mannfræði við Háskólann á Uppsölum í Svíþjóð kennir Human Ecology. Hún stundar einnig rannsóknir við Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands.
Helga Ögmundardóttir doktorsnemi í mannfræði við Háskólann á Uppsölum í Svíþjóð kennir Human Ecology. Hún stundar einnig rannsóknir við Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands.
Tom Barry MA í umhverfislandfræði kennir GIS-námskeiðið. Hann er með meistaragráðu frá Háskólanum í Cork á Írlandi og kennir nú við Háskólann á Akureyri. Tom vinnur einnig m.a. fyrir Conservation of Arctic Flora and Fauna Working Group of the Arctic Council (CAFF).