Tvö ný valnámskeið hafin
Í vikunni hófust tvö valnámskeið í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Annarsvegar námskeiðið Coastal and Marine Conservation og hinsvegar Geographical Information Systems.
Fyrrnefnda námskeiðið kennir Bradley W. Barr, ráðgjafi hjá National Marine Sanctuary verkefninu í Bandaríkjunum og doktorsnemi við háskólann í Alaska. Þetta er þriðja háskólaárið sem Bradley Barr kennir námskeiðið en auk þess að sinna kennslu við Háskólasetrið hefur hann verið prófdómari meistaraprófsverkefnis sem var kynnt fyrr á árinu. Námskeiðið Geographical Information Systems kennir Katrín Hólm Hauksdóttir verkefnastjóri hjá Þjóðskrá Íslands. Katrín er nýr meðlimur kennaraliðsins við Háskólasetrið og bjóðum við hana sérstaklega velkomna til starfa.
Fyrrnefnda námskeiðið kennir Bradley W. Barr, ráðgjafi hjá National Marine Sanctuary verkefninu í Bandaríkjunum og doktorsnemi við háskólann í Alaska. Þetta er þriðja háskólaárið sem Bradley Barr kennir námskeiðið en auk þess að sinna kennslu við Háskólasetrið hefur hann verið prófdómari meistaraprófsverkefnis sem var kynnt fyrr á árinu. Námskeiðið Geographical Information Systems kennir Katrín Hólm Hauksdóttir verkefnastjóri hjá Þjóðskrá Íslands. Katrín er nýr meðlimur kennaraliðsins við Háskólasetrið og bjóðum við hana sérstaklega velkomna til starfa.