þriðjudagur 4. maí 2010

Tvö ný valnámskeið hafin

Í gær hófst ný þriggja vikna lota í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun með tveimur námskeiðum. Annarsvegar er um að ræða námskeiðið, Climate Changes and Policy og hinsvegar námskeiðið Chemistry and Contamination in the Coastal Zone.

Fyrrnefnda námskeiðið er í umsjón þriggja kennara sem skipta með sér vikunum þremur. Þetta eru þau Dr. Helgi Jensson, ráðgjafi hjá Umhverfisstofnun, Auður H. Ingólfsdóttir, sérfræðingur við félgasvísindadeild Háskólans á Bifröst sem áður hefur kennt við Háskólasetrið og að lokum Dagný Arnarsdóttir fagstjóri meistaranámsins. Síðarnefnda námskeiðið kennir Dr. Hrönn Jörundsdóttir verkefnisstjóri hjá Matís. Hrönn lauk doktorsprófi í umhverfisefnafræði frá háskólanum í Stokkhólmi á síðasta ári og hefur einkum stundað rannsóknir á norður Atlandshafinu.

Dr. Hrönn Jörundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Matís kennir námskeið um efnafræði og mengun í hafinu sem hófst í vikunni.
Dr. Hrönn Jörundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Matís kennir námskeið um efnafræði og mengun í hafinu sem hófst í vikunni.