föstudagur 28. nóvember 2014

Tvö fyrirtæki styðja við könnun CMM nema

[mynd 1 h]Stuðningur fyrirtækja á Vestfjörðum við meistaranema í haf- og strandsvæðastjórnun getur tekið á sig ýmsar myndir. Natalie Chaylt, kanadískur nemi, fékk á dögunum framlag frá tveimur fyrirtækjum sem studdi þannig við könnun sem hún framkvæmdi í sumar. Könnunin beindist að ferðamönnum sem fóru í hvalaskoðunarferð frá Ísafirði með fyrirtækinu Westfjords Safari. Til að hvetja farþega til að svara könnuninni bauð Natalie þeim að leggja fram tölvupóstfang og nafn til að taka þátt í úrdærtti um verðlaun fyrir þátttökuna. Eftir sumarið hafði Natalie Chaylt svo samband við tvö fyrirtæki á staðnum sem lögðu til verðlaunin.

Bókabúðin Eymundsson lagði til tvær glæsilegar bækur, annarsvegar tvö eintök af The wonders of Whale Watching in Iceland eftir Megan Whittaker og hinsvegar tvö eintök af bókinni Puffins eftir Colin Baxter auk tveggja fallegra póstkorta frá Íslandi. Báðar bækurnar hafa að geyma glæsilegar myndir af lundum og hvölum í sínu náttúrulega umhverfi auk mikilla upplýsinga um þessi dýr.

[mynd 2 h]Föstudaginn 21. nóvember síðastliðin afhenti svo Katrín Líney Jónsdóttir, skrifstofustjóri Vesturferða, Natalie gjafakort að virði 10.000 krónur sem gildir í allar ferðir Vesturferða sumarið 2015. Þetta getur átt við ferðir í Vigur, á Hornstrandir, kayakferðir eða þessvegna aðra hvalaskoðunarferð.

Sigurvegarari aðalvinnings útdráttarins var Ilean Christian frá Bandaríkjunum sem hlaut gjafakortið frá Vestfurferðum og sitthvora bókina. Önnurverðlaun féllu í skaut Miriam Kaufmann frá Sviss sem hlýtur bækurnar tvær að launum.
„Ég er afar þakklát fyrir framlag fyrirtækjanna tveggja. Takk fyrir!“, segir Natalie rétt áður en hún skaust út á pósthús til að póstleggja vinningana.