Tveir rektorar í Háskólasetri í kvöld
Í kvöld klukkan 20.00 heldur Magnús B. Jónsson prófessor og fyrrverandi rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um möguleika og vandamál íslensku búfjárstofnanna í sameiginlegri fyrirlestraröð Háskólaseturs og Vestfjarða-akademíunnar.
Áður en fyrirlestur Magnúsar hefst munu Þorsteinn Gunnarson rektor Háskólans á Akureyri og Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða skrifa formlega undir samstarfssamning vegna meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun sem hefst við Háskólasetur í haust.
Undirskriftin fer fram í kaffisal Háskólaseturs kl. 20.00 en strax að henni lokinni verður gengið til stofu 1 þar sem fyrirlesturinn fer fram.