Tveir nýir starfsmenn Háskólaseturs taka til starfa í haust
Háskólasetrið auglýsti þrjár nýjar stöður í maí, umsóknarfresturinn var í júni. Samtals sóttu 15 manns um 3 störf, þar af 10 utan Vestfjarða.
Um starf verkefnisstjóra voru umsækjendur samtals átta. Setrið hefur ákveðið að ráða Inga Björn Guðnason til starfsins. Ingi Björn er bókmenntafræðingur að mennt, hefur mikla reynslu af margskonar skrifum og hefur verið virkur í fjölmiðlaumræðum um bókmenntir. Hann vinnur núna við hús skáldsins/Gljúfrasteini, þar sem hann hefur öðlast umtalsverða reynslu af skipulagningu og framkvæmd fjölbreyttra menningarviðburða. Ingi Björn mun taka til starfa í nóvember.
Um starf sérfræðings á alþjóðasviði voru umsækjendur samtals fimm. Setrið hefur ákveðið að ráða Sigurð Arnfjörð Helgason til starfsins. Sigurður var áður athafnamaður í veitingahúsageiranum, en síðustu árin hefur hann dvalið í Bandaríkunum við nám, sem hann hefur nýlokið MBA/Master of Business Administration-gráðu. Eins og nafnið gefur til kynna á hann rætur fyrir vestan og er gamall Núpverji. Sigurður Arnfjörð Helgason mun taka til starfa í september.
Um stöðu fagstjóra á sviði Haf- og Strandsvæðastjórnunar voru umsækjendur samtals tveir, annar þeirra dró umsókn sína til baka. Ákveðið var að ráða ekki í stöðuna í bili.
Um starf verkefnisstjóra voru umsækjendur samtals átta. Setrið hefur ákveðið að ráða Inga Björn Guðnason til starfsins. Ingi Björn er bókmenntafræðingur að mennt, hefur mikla reynslu af margskonar skrifum og hefur verið virkur í fjölmiðlaumræðum um bókmenntir. Hann vinnur núna við hús skáldsins/Gljúfrasteini, þar sem hann hefur öðlast umtalsverða reynslu af skipulagningu og framkvæmd fjölbreyttra menningarviðburða. Ingi Björn mun taka til starfa í nóvember.
Um starf sérfræðings á alþjóðasviði voru umsækjendur samtals fimm. Setrið hefur ákveðið að ráða Sigurð Arnfjörð Helgason til starfsins. Sigurður var áður athafnamaður í veitingahúsageiranum, en síðustu árin hefur hann dvalið í Bandaríkunum við nám, sem hann hefur nýlokið MBA/Master of Business Administration-gráðu. Eins og nafnið gefur til kynna á hann rætur fyrir vestan og er gamall Núpverji. Sigurður Arnfjörð Helgason mun taka til starfa í september.
Um stöðu fagstjóra á sviði Haf- og Strandsvæðastjórnunar voru umsækjendur samtals tveir, annar þeirra dró umsókn sína til baka. Ákveðið var að ráða ekki í stöðuna í bili.