mánudagur 31. janúar 2011

Tveir meistaraprófsfyrirlestrar

12.10: Jamie Landry: Community-Based Coastal Resource Management as a Contributor to Sustainability-Seeking Communities: A Case Study for Ísafjörður, Iceland.

Ágrip
Hið opinbera og einkageirinn krefjast þess í auknum mæli að fundið sé stjórnunarfyrirkomulag sem tryggir sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda strandsvæða og mætir jafnframt þörfum fólksins sem býr á svæðinu. Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hentugleika auðlindastjórnunar strandsvæða sem byggir á samfélagslegri þátttöku (svokallað Community-Based Coastal Resource Management eða CBCRM) til að ná fram ákveðnum sjálfbærnimarkmiðum fyrir Ísafjarðarbæ. Rannsóknin hafði að markmiði að meta hvort CBCRM gæti stuðlað að sjálfbærnimarkmiðum Ísafjarðarbæjar. Niðurstöðurnar sýna að CBCRM er hentugt til að ná fram umhverfislegum sjálfbærnimarkmiðum. Auk þess hefur CBCRM möguleika á að ná fram ákveðnum hagrænum og félagslegum markmiðum, þótt fjölmargar áskoranir hafi verið greindar hvað þetta varðar.

Jamie Landry er frá New Hampshire í Bandaríkjunum. Hún lauk B.Sc. prófi í umhverfisvísindum frá háskólanum í Rochester í New York fyki. Hún býr á Ísafirði og starfar sem yfirþjálfari eldri- og yngriflokka blakfélagsins Skells. Í framtíðinni hyggst hún starfa á sviði umhverfisfræðslu og samfélagsþátttöku.

14.00: Jonathan Eberlein:The Scarcity and Vulnerability of Surfing Recourses - An Analysis of the Value of Surfing from a Social Economic Perspective in Matosinhos, Portugal.

Ágrip
Í ritgerðinni er félagslegt og efnahagslegt gildi brimbrettabruns kannað auk umbóta á afþreyingaraðstöðu strandarinnar við borgina Matosinhos í Portúgal. Í þessum tilgangi var lögð fyrir könnun meðal notenda strandarinnar til að komast að raun um athafnir, skilning og þarfir notendanna. Niðurstöðurnar sýna að yfirgnæfandi fjöldi nýtir ströndina til sólbaða, brimbrettabruns og annarsskonar brettabruns. Helsta umhverfislega áhyggjurefni notenda strandarinnar er vatnsmengun. Í ritgerðinni er lagt til að brimaldan, sem notuð er til brimbrettabruns, sé tekin með í reikninginn sem náttúrleg og menningarleg auðlind þegar kemur að framtíðaráætlunum strandsvæðaskipulags svæðisins. Einnig er kannað hvort mögulegt sé að útfæra staðbundna stjórnunaráætlun fyrir ströndina við Matosinhos undir hatti samþættrar strandsvæðastjórnunar í Portúgal.

Jonathan Eberlein er frá Norðursjávarströnd Þýskalands og hefur búið og starfað bæði í Hamborg og eyjunni Sylt. Hann lauk grunnháskólanámi í blaðamennsku frá Hochschule Bremen.