Trúarofbeldi
Í Vísindaporti föstudaginn 24. október mun Petra Hólmgrímsdóttir kynna niðurstöður BS ritgerðar sinnar í sálfræði, en þar vann hún rannsókn á andlegri líðan fólks eftir að það hættir í bókstafstrúarsöfnuðum. Rannsóknina vann Petra ásamt Sigríði Sigurðardóttir.
Rannsóknin var framkvæmd til þess að athuga hvort að trúarofbeldi mældist innan kristinna bókstafstrúarsafnaða á Íslandi. En rannsóknir hafa sýnt að andlegt ofbeldi hefur neikvæð áhrif á það hvernig einstaklingurinn metur líf sitt og eykur líkurnar á neikvæðum einkennum kvíða,- þunglyndis- og áfallastreitu.
Petra Hómgrímsdóttir lauk B.Ed gráðu frá Háskólanum á Akureyri 2008 og BS gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands 2014.
Vísindaport er öllum opið og hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs.