fimmtudagur 23. ágúst 2018

Tilkynning um breytingar á póstþjóni

Vegna breytinga á póstþjóni geta nemendur og starfsmenn Háskólaseturs ekki lengur nálgast vefpóstinn sinn í gegnum Snerpu. Framvegis notum við G Suite. Öllum hefur verið úthlutað nýju lykilorði sem má nálgast hjá Margréti kennslustjóra á margret@uw.is en netföng eru áfram þau sömu. Innskráning fer frá á G-mail hluta App-síðu Google.

Mikilvægt er að skrá sig út af persónulegum Gmail áður en innskráning á @uw.is er gerð. Aðstoð og upplýsingar má nálgast hjá starfsfólki Háskólaseturs Vestfjarða.