Þróun drifin áfram af veiðum: heillandi tilgáta
Jacob Kasper, meistaranemi í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða, mun fjalla um áhrif fiskveiða á úrval fiskistofna í Vísindaporti föstudaginn 14. október, klukkan 12.10. Fyrirlesturinn fer fram á ensku í kaffisal Háskólaseturs og eru allir velkomnir.
Það er vel þekkt að flestir fiskistofnar fara hnignandi, fiskurinn er minni við kynþroska og verða kynþroska yngri. Á síðustu árum er almennt viðurkennt að veiðiálag hefur haft áhrif á þessar breytingar og úrval fiskistofnanna verður fyrir þrýstingi af völdum veiðanna. Í fyrirlestrinum verða þau gögn og þær upplýsingar sem að baki þessari tilgátu liggja kynntar og athugaðar.
Jaccob Kasper lauk BA prófi í sjávarlíffræði frá Bates Collage í Lewiston árið 2000. Að námi loknu starfaði hann á rannsóknarstofu sem fékkst við rannsóknir á stofnerfðafræði frumdýrasníkilsins Plasmodium falciparum, sem veldur malaríu. Einnig starfaði hann á hvalarannsóknarskipi sem rannsakaði búrhvali á Kyrrahafi og Indlandshafi. Árið 2008 lauk hann meistaragráðu í líffræði og líffræðilegri læknisfræði frá Harvard háskóla þar sem hann fékkst við rannsóknir á stýringu á umritun í frumdýrasníklinum Plasmodium falciparum.
Að loknu líffræðinámi sínu hefur Jacob Kasper einkum beint athygli sinni að hafrannsóknum. Hann varði tveimur árum við kennslu í verndun og líffræði sjávar. Til að bæta enn við þekkingu sína á sviði verndunar hafsvæða hóf hann meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða nú í haust.
Það er vel þekkt að flestir fiskistofnar fara hnignandi, fiskurinn er minni við kynþroska og verða kynþroska yngri. Á síðustu árum er almennt viðurkennt að veiðiálag hefur haft áhrif á þessar breytingar og úrval fiskistofnanna verður fyrir þrýstingi af völdum veiðanna. Í fyrirlestrinum verða þau gögn og þær upplýsingar sem að baki þessari tilgátu liggja kynntar og athugaðar.
Jaccob Kasper lauk BA prófi í sjávarlíffræði frá Bates Collage í Lewiston árið 2000. Að námi loknu starfaði hann á rannsóknarstofu sem fékkst við rannsóknir á stofnerfðafræði frumdýrasníkilsins Plasmodium falciparum, sem veldur malaríu. Einnig starfaði hann á hvalarannsóknarskipi sem rannsakaði búrhvali á Kyrrahafi og Indlandshafi. Árið 2008 lauk hann meistaragráðu í líffræði og líffræðilegri læknisfræði frá Harvard háskóla þar sem hann fékkst við rannsóknir á stýringu á umritun í frumdýrasníklinum Plasmodium falciparum.
Að loknu líffræðinámi sínu hefur Jacob Kasper einkum beint athygli sinni að hafrannsóknum. Hann varði tveimur árum við kennslu í verndun og líffræði sjávar. Til að bæta enn við þekkingu sína á sviði verndunar hafsvæða hóf hann meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða nú í haust.