Þrjár nýjar stöður auglýstar við HSvest
Háskólasetur Vestfjarða auglýsir þrjár nýjar stöður lausar til umsóknar: Sérfræðingur á alþjóðasviði, Verkefnisstjóri og Fagstjóri á sviði Haf- og strandsvæðastjórnunar. Allar þrjár stöðurnar koma til vegna aukinna umsvifa, en Vestfjarðanefnd lagði til í skýrslu sinni að skapaðar yrðu allt að þrjár stöður við HSvest frá og með árinu 2008. Það er því mjög ánægjulegt að þetta mikilvæga skref í þróun Háskólaseturs þurfi ekki að bíða til ársins 2008.
Verkefnisstjóri vinnur að ýmsum verkefnum í Háskólasetrinu. Fyrsta starfsárið hefur HSvest verið með ýmsa gesti á námskeiðum og ráðstefnum sem samsvarar 400 gistinóttum. Í ár stefnir í að þessi tala þrefaldist. Þessu fylgir aukin vinna, t.d. í sambandi við sumarháskóla og námsmannaheimsóknir.
Sérfræðingur á alþjóðasviði vinnur með stofnunum og fyrirtækjum á svæðinu að þróun verkefna og gerð umsókna í innlenda og erlenda sjóði. Núna er þáttur sjálfsaflafés HSvest 15%, en þessi þáttur á eftir að hækka. Um leið leiðir Háskólasetrið stofnanir og fyrirtæki á svæðinu saman í rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefnum.
Fagstjóri á sviði Haf- og strandsvæðastjórnunar: Háskólasetur Vestfjarða undirbýr alþjóðlega þverfaglega námsleið á meistarastigi í Haf- og strandsvæðastjórnun í samvinnu við innlendan eða erlendan háskóla. Fagstjóri á þessu sviði á að styðja starfsmenn HSvest faglega í uppbyggingu þess náms, sem verður unnið í náinni samvinnu við stækkandi útibú Hafró og Matís á Ísafirð
Verkefnisstjóri vinnur að ýmsum verkefnum í Háskólasetrinu. Fyrsta starfsárið hefur HSvest verið með ýmsa gesti á námskeiðum og ráðstefnum sem samsvarar 400 gistinóttum. Í ár stefnir í að þessi tala þrefaldist. Þessu fylgir aukin vinna, t.d. í sambandi við sumarháskóla og námsmannaheimsóknir.
Sérfræðingur á alþjóðasviði vinnur með stofnunum og fyrirtækjum á svæðinu að þróun verkefna og gerð umsókna í innlenda og erlenda sjóði. Núna er þáttur sjálfsaflafés HSvest 15%, en þessi þáttur á eftir að hækka. Um leið leiðir Háskólasetrið stofnanir og fyrirtæki á svæðinu saman í rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefnum.
Fagstjóri á sviði Haf- og strandsvæðastjórnunar: Háskólasetur Vestfjarða undirbýr alþjóðlega þverfaglega námsleið á meistarastigi í Haf- og strandsvæðastjórnun í samvinnu við innlendan eða erlendan háskóla. Fagstjóri á þessu sviði á að styðja starfsmenn HSvest faglega í uppbyggingu þess náms, sem verður unnið í náinni samvinnu við stækkandi útibú Hafró og Matís á Ísafirð