þriðjudagur 23. ágúst 2011

Þriggja vikna námskeiðum lokið og viku námskeið taka við

Í síðustu viku lauk tveimur þriggja vikna námskeiðum í íslenskri tungu og menningu sem fram fóru á Ísafirði og Núpi í Dýrafirði á vegum Háskólaseturs Vestfjarða í samstarfi við Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins. Alls tóku 107 nemendur þátt í námskeiðunum tveimur sem er heldur meiri þátttaka en síðustu ár. Sem fyrr var stærstur hluti nemendanna á vegum stúdentaskiptaætlananna Erasmus og Nordplus og er námskeiðið hluti af námsstyrk sem skiptinemarnir hljóta.

Þótt þessum stóru íslenskunámskeiðum sé lokið stendur íslenskukennsla við Háskólasetrið enn yfir því í vikunni hófst viku langt íslenskunámskeið fyrir lengra komna og í næstu viku hefst annað jafn langt byrjendanámskeið. Námskeiðið fyrir lengra komna er haldið í fyrsta skipti í ár og verður vonandi árviss þáttur í íslenskukennslu Háskólasetursins í framtíðinni.

Kennslan tók á sig ýmsar myndir á þriggja vikna íslenskunámskeiðunum. Nemendur fóru m.a. í siglingu á víkingaskipi í Dýrafirði.
Kennslan tók á sig ýmsar myndir á þriggja vikna íslenskunámskeiðunum. Nemendur fóru m.a. í siglingu á víkingaskipi í Dýrafirði.