mánudagur 22. október 2007

“Þorparar og þéttbýlismyndun”

Sigurður Pétursson sagnfræðingur heldur fyrirlestur sem hann nefnir “Þorparar og þéttbýlismyndun”í Háskólasetri, n.k. mánudag, þann 22. október kl. 20:00.

Fyrirlesturinn er liður í sameiginlegri fyrirlestraröð Vestfjarðaakademíunnar og Háskólaseturs Vestfjarða og er öllum opinn.

Hvers vegna myndaðist þéttbýli á Vestfjörðum? Hvers vegna lagðist byggð af í Ögurnesi og Folafæti en þéttist í Bolungarvík og Súðavík? Þessum spurningum og fleirum verða gerð skil í fyrirlestrinum, þar sem fjallað verður um þróun og orsakir þéttbýlismyndunar á Vestfjörðum á tímabilinu 1870-1930.

Upphaf þétttbýlismyndunar er oftast tengt þilskipaútgerð sem hófst um miðja nítjándu öld, sérstaklega á Vestfjörðum. Í fyrirlestrinum verður skoðað hvort aðrir þættir vógu þyngra við myndun þéttbýlis en áður hefur verið talið.