Þjóðlegt með kaffinu í Vísindaporti
Föstudaginn 5. október, mun Jóna Símonía Bjarnadóttir sagnfræðingur, segja frá hugmyndinni að bók hennar og Guðfinnu Hreiðarsdóttur, Þjóðlegt með kaffinu.
Samhliða því að segja frá tilurð bókarinnar, sem er með uppskriftum af þjóðlegu kaffibrauði, ætlar Jóna Símonía að fjalla um af hverju bakkelsi er þjóðlegt og hvað gerði það að verkum að kaffibrauð Íslendinga var lengi vel mun einfaldara en tíðkaðist í Evrópu.
Jóna Símonía Bjarnadóttir starfar sem forstöðumaður Safnahússins á Ísafirði. Hún lauk BA gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og hefur undanfarin ár stundað mastersnám í faginu.
Vísindaport er öllum opið og hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs. Boðið verður upp á smakk með kaffinu.
Samhliða því að segja frá tilurð bókarinnar, sem er með uppskriftum af þjóðlegu kaffibrauði, ætlar Jóna Símonía að fjalla um af hverju bakkelsi er þjóðlegt og hvað gerði það að verkum að kaffibrauð Íslendinga var lengi vel mun einfaldara en tíðkaðist í Evrópu.
Jóna Símonía Bjarnadóttir starfar sem forstöðumaður Safnahússins á Ísafirði. Hún lauk BA gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og hefur undanfarin ár stundað mastersnám í faginu.
Vísindaport er öllum opið og hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs. Boðið verður upp á smakk með kaffinu.