fimmtudagur 22. september 2022

Þjóðfræðistofa á Ströndum og háskóli í München fá veglegan rannsóknarstyrk

Samstarfið er af hinu góða, og það sýnir sig í veglegum rannsóknarstyrk til Þjóðfræðistofu á Ströndum. Þjóðfræðistofa/Rannsóknasetur HÍ á Ströndum hefur sótt um, í samstarfi við Matthías Egeler, rannsóknarmann við Ludwigs- Maximilian háskóla í München, um Deutsche Forschungsgemeinschaft og fengið grænt ljós fyrir þriggja ára rannsóknarverkefni sem mun draga fram tengslin milli frásagnahefða og þjóðtrúar á norðanverðum Ströndum. Heiti rannnsóknarverkefnis er “Storytelling at the Edge of Civilisation: Mapping, Contextualisation, and Analysis of Landscape-related Storytelling Traditions in the Icelandic Westfjords”.

 

Hluti af þessari styrkveitingu er fullfjármögnuð doktorsnemastaða á þessu sviði. Ráðningin verður hjá Háskólanum í München/Bæjaralandi, en doktorsneminn mun starfa hluta árs á Ströndum og er krafist haldbærrar íslenskukunnáttu.

 

Teymið hjá Þjóðfræðistofu á Ströndum ásamt rannsóknarmanni í heimsókn.

 

Fyrir nokkrum árum hafði rannsóknarmaður hjá Háskólanum í München, Dr. Matthías Egeler, samband við Háskólasetur Vestfjarða vegna vinnuaðstöðu. Þó að hann hefði vissulega verið meira en velkominn þangað benti forstöðumaður Háskólaseturs honum á sérhæfingu Þjóðfræðistofu og á forstöðumann hennar, Jón Jónsson. Það er markmið Háskólasetursins að efla vísindi, rannsóknir og kennslu á háskólastigi á öllum Vestfjörðum, ekki bara innan veggja Háskólasetursins sjálfs. Hlutverk Háskólasetursins er því meðal annars fólgið í því að tengja fólki saman, og af og til verður til stórfrétt vegna þess, eins og í þessu tilfelli.

 

Matthías Egeler dvaldi langdvölum hjá Þjóðfræðistofu og lét vel af starfi sínu þar.  Á endanum sóttu þeir Jón Jónsson og Matthías saman um styrk, sem þeir fengu. Matthías er miðaldarfræðingur og trúarbragðasagnfræðingur, en Jón er fræðimaður á sviði þjóðsagna, munnmæla og þjóðhátta.

 

Matthias Egeler skrifar um sína reynslu á Ströndum og rannsóknarverkefni í nýlegu bloggi sem birtist hér á síðu Háskólaseturs Vestfjarða.