Mjög algengt er að CMM nemendur velji sér vestfirsk rannsóknarefni í lokaritgerðum sínum. Mynd: Danny O'Farrell.
Fjöldi heimamanna á Vestfjörðum, innan fyrirtækja, stjórnsýslu og almenningur, hefur aðstoðað nemendur við gagnaöflun með viðtölum og ábendingum. Slíkt samstarf er ómetanlegt fyrir nemendur sem þurfa að glíma við áskoranir sem snúa að skorti á grunnupplýsingu sem og tungumálahindranir. Með þessu hefur verið unnið að því að fylla upp í risavaxnar þekkingareyður hvað varðar málefni Vestfjarða og stjórnun haf- og strandsvæða á landinu öllu.
Á komandi árum mun enn safnast í þekkingarsarpinn og hvetur Háskólasetrið aðila á svæðinu til að fylgjast með komandi meistaraprófskynningum sem og að kynna sér það efni sem nú þegar liggu fyrir.