Tanzanía og Mósambik séð með augum Óla og Einars
Vísindaport ætlar að leggja land undir fót í hádeginu á föstudaginn. Þá munu þeir Einar Hreinsson og Ólafur Ingólfsson segja frá ferð sem þeir félagar fóru í desember sl. til Tanzaníu og Mósambik í tengslum við kennslu í Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna. Margt áhugavert varð á vegi þeirra og munu þeir í þessu vísindaporti deila því helsta með okkur.
Einar Hreinsson og Ólafur Ingólfsson eru báðr sérfræðingar í veiðafæragerð við útibú Hafrannsóknarstofnunar á Ísafirði, jafnframt sinna þeir kennslu í Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna.
Vísindaport er öllum opið og hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs.
Einar Hreinsson og Ólafur Ingólfsson eru báðr sérfræðingar í veiðafæragerð við útibú Hafrannsóknarstofnunar á Ísafirði, jafnframt sinna þeir kennslu í Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna.
Vísindaport er öllum opið og hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs.