Svalt og svell
Mikið hefur verið rætt um aukna áramótaferðamennnsku á Íslandi. Á sama tíma byrjar á Ísafirði fyrsta alþjóðlega íslenskunámskeiðið að vetri til.
Háskólasetur Vestfjarða hefur mikla reynslu af tungumálanámskeiðum fyrir skiptinema og fleiri að sumri til en aldrei áður hefur verið haldið námskeið sem þetta á miðjum vetri.
Átta þátttakendur frá Evrópu og Bandaríkjunum dvelja núna á Ísafirði, sitja þéttskipað íslenskunámskeið og upplifa í leiðinni ekta vestfirska vetrarstemningu.
Háskólasetur Vestfjarða hefur mikla reynslu af tungumálanámskeiðum fyrir skiptinema og fleiri að sumri til en aldrei áður hefur verið haldið námskeið sem þetta á miðjum vetri.
Átta þátttakendur frá Evrópu og Bandaríkjunum dvelja núna á Ísafirði, sitja þéttskipað íslenskunámskeið og upplifa í leiðinni ekta vestfirska vetrarstemningu.