fimmtudagur 13. september 2012

Súrnun sjávar

Á morgun, föstudaginn 14. september, mun Hrönn Egilsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands og Hafrannsóknarstofnun, vera í Vísindaporti og fjalla um fyrirbærið ,,súrnun sjávar".

Hrönn mun fjalla um fyrirbærið "Súrnun sjávar" en vegna stanslausrar upptöku hafsins á gróðurhúsalofttegundinni CO2 þá er hafið að súrna um allann heim. Einnig mun hún fjalla stuttlega um vinnu tengda yfirstandandi doktorsnámi hennar. Þar stundar hún rannsóknir sem miða að því að skoða súrnun sjávar við Ísland og meta möguleg áhrif þessara breytinga á lífríkið í hafinu hér við land.

Hrönn Egilsdóttir er doktorsnemi við Háskóla Íslands og Hafrannsóknarstofnunina. Hún kennir jafnframt við námsbrautina Haf- og strandsvæðastjórnun hér hjá Háskólasetrinu. Hún lauk BS prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 2007 og meistaraprófi í sjávarlíffræði frá Háskólanum í Plymouth 2008.

Við bjóðum alla velkomna í Vísindaport, sem hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs. Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku.

Hrönn Egilsdóttir
Hrönn Egilsdóttir