þriðjudagur 27. september 2011

Sunnanverðir Vestfirðir sóttir heim

Nemendur við Dynjanda
Nemendur við Dynjanda
Eftir hádegi var haldið í Bíldudal. Verksmiðja Ískalk var heimsótt og fengu nemendur ítarlega kynningu á kalkþörunganámi í Arnarfirði í tengslum við starfssemi verkmiðjunnar í Bíldudal. Því næst hélt hópurinn til Patreksfjarðar. Kvöldverðurinn var súpa og brauð í Sjóræningjahúsinu. Gist var í Breiðuvík.

Á föstudagsmorgninum var haldið að Látrabjargi, vestasta odda Evrópu og hugsanlegum þjóðgarði. Því næst var gengið um strandlengju Rauðasands og loks haldið á Patreksfjörð á nýjan leik. Þar hittu nemendur bæjarstjóra Vesturbyggðar, Ásthildi Sturludóttir, sem ræddi um framtíðarsýn sveitarfélagsins sem og þær daglegu áskoranir sem fælust í því að búa á svæðinu árið um kring. Eftir sundsprett var haldið aftur til baka yfir heiðar. Komið var heim á Ísafjörð að kvöldi dags.

[mynd 3 h]Meistaranemarnir voru afar ánægðir með að hafa kynnst svæðinu og íbúum þess. Einhverjir þeirra munu vonandi snúa þangað aftur þegar færi gefst, annað hvort sem rannsóknarmenn eða ferðamenn.

Margt fleira var brallað á þessum tveimur dögum. Fleiri myndir frá ferðinni verða settar inn á heimsíðu Háskólasetursins á næstu dögum. Að lokum þakkar Háskólasetur Vestfjarða hlýjar og höfðinglegar móttökur á sunnanverðum Vestfjörðum.