þriðjudagur 27. apríl 2010

Sumrinu heilsað með fyrstu meistaraprófsvörn Háskólaseturs

Fimmtudaginn 23. apríl sl. varði Bjarni M. Jónsson meistaraprófsritgerð sína til 60 ECTS eininga, en ritgerð in ber titilinn „Harnessing tidal energy in the Westfjords". Leiðbeinandi Bjarna var Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstöðumaður Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og prófdómari var John Nyboer, rannsóknaverkefnastjóri við Simon Frasier University í Vancouver í Kanada. Sá síðarnefndi tók þátt í athöfninni í gegnum fjarkennslubúnað, en tímamismunur var 7 klukkustundir og því árla morguns hjá prófdómara í Bresku Kólumbíu á vesturströnd Kanada.

Þrátt fyrir að vörnina bæri upp á sumardaginn fyrsta var nánar húsfyllir. Við óskum Bjarna og hans atstandendum innilega til hamingju með að lok þessa merka áfanga.

Það var sól og blíða á Ísafirði á sumardaginn fyrsta þegar Bjarni M. Jónsson varði meistararitgerð sína. Á myndinni eru þau Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs, Dagný Arnarsdóttir fagstjóri, Bjarni M. Jónsson og Þorsteinn Ingi Sigfússon leiðbeinandi Bjarna.
Það var sól og blíða á Ísafirði á sumardaginn fyrsta þegar Bjarni M. Jónsson varði meistararitgerð sína. Á myndinni eru þau Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs, Dagný Arnarsdóttir fagstjóri, Bjarni M. Jónsson og Þorsteinn Ingi Sigfússon leiðbeinandi Bjarna.