föstudagur 21. maí 2021

Sumarönnin þín er hér!

Háskólasetur Vestfjarða býður upp á nokkur námskeið á meistarastigi á sumarönn. Námskeiðin eru kjörin fyrir háskólanema sem vilja safna einingum eða sem endurmenntunarkostur fyrir fólk á vinnumarkaði.

Öll námskeið Háskólaseturs eru opin þátttakendum úr háskólum og atvinnulífi. Námskeiðin eru kennd í lotum á haustönn, vorönn og sumarönn. Kennsla fer fram á ensku enda er námsmannahópurinn jafnan alþjóðlegur og kennarar koma víðsvegar að úr heiminum. Námskeiðin henta vel til endurmenntunar, þau eru þverfagleg og höfða því til einstaklinga með ólíkan bakgrunn úr ýmsum starfsstéttum.

Nánari upplýsingar um námskeiðni má nálgast undir Opin námskeið og á vefsíðum, meistaranámsleiðanna tveggja Haf- og strandsvæðastjórnun og Sjávarbyggðafræði.

 

Eftirfarandi námskeið eru í boði í maí og júní:

Coastal and Marine Management: Practical Applications and Challenges 4 - ECTS einingar

Regional Policy Evaluation – 4 ECTS einingar

Sustainable Waste Management in Coastal Communities – 4 ECTS einingar

Allar nánari upplýsingar má nálagst undir Opin námskeið.