Sumarönnin þín er hér!
Vegna umræðunnar undanfarna daga um fyrirsjáanlegt atvinnuleysi háskólastúdenta, og kröfu stúdenta um úrræði til að geta stundað nám yfir sumarið, vill Háskólasetur Vestfjarða vekja athygli á því að heil sumarönn er kennd í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun. Í boði eru 60 einingar í formi námskeiða og eru þau opin námsmönnum úr öllum háskólum. Þeir þurfa þó að standast almenn inntökuskilyrði námsins og hljóta samþykki meistaranámsnefndar.
Allar nánari upplýsingar eru aðgengilegar undir Einstök námskeið hér á síðunni.
Allar nánari upplýsingar eru aðgengilegar undir Einstök námskeið hér á síðunni.