fimmtudagur 14. maí 2020

Sumarönn í byggðafræði og auðlindastjórnun

Ert þú að leita að fjarnámi í sumar? Í vor og sumar er boðið upp á nokkur spennandi námskeið á meistarastigi í fjarnámi hjá Háskólasetri Vestfjarða. Námskeiðin eru hluti af þverfaglegum meistaranámsleiðunum, Sjávarbyggðafræði og Haf- og strandsvæðastjórnun en eru jafnframt opin þátttakendum úr háskólum og atvinnulífi. Námskeiðin eru því tilvalin fyrir nemendur sem ætla að nýta úrræði LÍN fyrir sumarnám og safna sér einingum. Námskeiðin eru 4 ECTS einingar og eru kennd í tveggja vikna lotum á tímabilinu frá 25. maí til 3. júlí. Öll kennsla fer fram á ensku. Námskeiðin eru:

Nánari upplýsingar um námskeiðin má nálgast í tenglunum hér að ofan. Upplýsingar um röð og dagsetningar námskeiðanna má nálgast í kennsluáætlun yfirstandandi háskólaárs.

Almennt er fjögra vikna fyrirvari á umsóknum en í ljósi aðstæðna veitir Háskólasetrið undanþágu frá þeirri reglu sé því viðkomið.

Nánari upplýsingar má einnig nálgast undir Opin námskeið hér á síðunni. Einnig er velkomið að leita frekari upplýsinga hjá Margréti Arnardóttur, kennslustjóra margret@uw.is eða í síma 450-3041.


Háskólasetur Vestfjarða býður upp á sumarnámskeið í fjarnámi.
Háskólasetur Vestfjarða býður upp á sumarnámskeið í fjarnámi.