mánudagur 14. júní 2010

Sumarháskóla um strandferðamennsku lokið

Um helgina lauk sumarháskóli Háskólaseturs og Hrafnseyrarsafnsins um strand- og menningarferðamennsku. Kennarar voru Valdimar J Halldórsson mannfræðingur og forstöðumaður Safns Jóns Sigurðssona á Hrafnseyri og Marc L Miller professor í strandferðamennsku við School of Marine Studies, Washington University í Seattle, Bandaríkjunum.

 

Dagskráin var fjölbreytt með fyrirlestrum um strandferðamennsku og menningarferðamennsku tengd arfleifð þjóða, umræðutímum og síðast en ekki síst siglingu yfir Arnarfjörð í Bíldudal þar sem tónlistarsafnið Melódíur minninganna og Skrímslasafnið voru heimsótt.


Á bakaleiðinni gat skipstjórinn, Jón Þórðarson, ekki stillt sig og sýndi þátttakendum í sumarháskólanum Selagat á Langanesi, sem er ekki aðgengilegt frá sjó nema í mjög stilltu veðri.
Á bakaleiðinni gat skipstjórinn, Jón Þórðarson, ekki stillt sig og sýndi þátttakendum í sumarháskólanum Selagat á Langanesi, sem er ekki aðgengilegt frá sjó nema í mjög stilltu veðri.