miðvikudagur 13. febrúar 2008

Stuðnings- og styrkjaumhverfi frumkvöðla og viðskiptasérleyfi

Vísindaport vikunnar en annað í röð samstarfs Vísindaporta Háskólaseturs og Impru. Að þessu sinni heldur Sigríður Ingvarsdóttir rekstrarstjóri frumkvöðlaseturs og aðstoðarmaður forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar fyrirlestur. Sigríður mun kynna það stuðnings- og styrkjaumhverfi sem frumkvöðlum stendur til boða og hvaða þjónustu Impra getur veitt frumkvöðlum. Einnig mun hún koma inn á þau tækifæri sem felast í viðskiptasérleyfum (franchise) og kynna stærstu ráðstefnu í heimi á sviði viðskiptasérleyfa sem árlega fer fram í Washington D.C. í Bandaríkjunum.

 

Fyrir og eftir Vísindaport gefst fyrirtækjum og einstaklingum kostur á að mæla sér mót við Sigríði og fá nánari upplýsingar um viðskiptasérleyfin og/eða stuðnings- og styrkjaumhverfið.  Áhugasömum er bent á að hafa samband við starfsmenn Impru á Ísafirði í síma 450-4050.


Að vanda fer Vísindaportið fram í kaffisal Háskólaseturs og hefst uppúr klukkan 12 og eru allir velkomnir.