miðvikudagur 13. maí 2015

Strandsvæði heimsins séð með augum listamanns

David Bruce frá Maine í Bandaríkjunum tekur þátt í Listamannasmiðjunni sem nú um stundir er rekin á Þingeyri. David mun kynna verk sín fimmudaginn 14.05.2015 kl. 15:00 í Háskólasetri þar sem hann mun varpa ljósi listamannsins á strandsvæði heimsins. Fyrirlesturinn, sem er kominn til að frumkvæði nemenda í Haf- og strandsvæðastjórnunar, fer fram á ensku og er öllum opinn.

David hefur undanfarið heimsótt sjö stórar hafnarborgir í fimm löndum í þeim tilgangi að skoða hvernig þessar borgir, sem sífellt verða fjölmennari,  hafa búið sig undir verðurfarsbreytingar og  hækkandi sjávarmál. Hann notar list sína  til þess að draga upp mynd af því hvernig íbúar stórborga búa sig undir þær miklu hamfarir sem loftlagsbreytingar geta haft í  för með sér.

Frekari upplýsingar um David Bruce á ensku


David Bruce er þessa daga í listasmiðju á Þingeyri.
David Bruce er þessa daga í listasmiðju á Þingeyri.