fimmtudagur 13. nóvember 2014

Strandsvæði Suður-Íran

Í Vísindaporti föstudagsins, 14. nóvember, ætlum við að halda áfram að kynnast strandsvæðum Íran. Það er Majid Eskafi, haffræðingur frá Íran og núverandi nemandi í Haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið sem ætlar að kynna okkur fyrir heimalandi sínu og þá sérstaklega strandsvæðunum í Suður- Íran, þar á meðal Persaflóa, Ómanflóa, Hormoz sund og Indlandshaf. Fyrr í vetur fjallaði hann um norður Íran og voru viðtökur við erindinu mjög góðar. Við viljum því núna gefa fleirum tækifæri til að kynna sér þetta fjarlæga svæði.

Inn í fyrirlestrinum tekur hann fyrir þætti eins og eiginleika sjávar, sjávarlíf, iðnað , hafnir, sérstök einkenni eyja, athafnasemi, vandamál og ógnir.

Vísindaport er öllum opið og hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs. Erindið mun fara fram á ensku.