Stjórnsýsluréttur fyrir starfsmenn stjórnsýslu og stofnana ríkis og sveitarfélaga
Námskeiðið er einnig í boði í fjarfundabúnaði ma. hjá Háskólasetri Vestfjarða og Símennt Háskólans á Akureyri
Í janúar og febrúar nk. mun forsætisráðuneytið í fimmta skipti í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og Félag forstöðumanna ríkisstofnana, bjóða sex vikna námskeið um stjórnsýslulögin og stjórnsýslurétt fyrir þá starfsmenn ríkisins (ráðuneyta og ríkisstofnana) sem koma að meðferð mála og undirbúningi ákvarðana í stjórnsýslunni. Samstarfsaðilar eru einnig Háskólasetur Vestfjarða og Símennt Háskólans á Akureyri. Þótt námskeiðið sé fyrst og fremst ætlað ólöglærðum, getur það einnig nýst lögfræðingum til upprifjunar. Starfsmenn sveitarfélaga geta nýtt sér námskeiðið, en dæmin sem tekin verða miðast aðallega við ríkið. Nemendur munu hlýða á fyrirlestra, taka þátt í umræðum, lesa kennslurit og vinna stutt raunhæf heimaverkefni, sem farið verður sameiginlega yfir í tímum. Allar nánari upplýsingar veitir Margrét S. Björnsdóttir í síma 525-4254 eða í tölvupósti: msb@hi.is Skráð er þátttaka á þessum hlekk: http://www.stjornsyslustofnun.hi.is/page/stjornsyslulog
Námskeiðið verður í boði í fjarnámi við Háskólasetur Vestfjarða.
Kennarar: Umsjónarmaður og aðalkennari er Trausti Fannar Valsson cand. jur. lektor og dr. nemi við lagadeild HÍ. Kennarar auk hans verða ma. þeir Kjartan Bjarni Björgvinsson, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis.
Tími- kennsluefni- verð: Kennt verður í alls 54 kennslustundir, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14.00- 17.00. Námskeiðið hefst 20. janúar og lýkur 26. febrúar. Þátttökugjald er kr. 45.000.-, en ósamið er við setrin úti á landi um umsýslugjald v. þeirra nemenda. Innifalin eru ljósrituð kennslugögn, en nemendur afli sjálfir fræði- og kennslurita, sem líklega eru flest til hjá viðkomandi stofnun eða fást keypt í Bóksölu stúdenta. (sjá lista hér að neðan).
Skráning-staðsetning: Skráð er þátttaka á þessum hlekk: http://www.stjornsyslustofnun.hi.is/page/stjornsyslulog
Kennt verður í Árnagarði stofu 310 en nánari upplýsingar verða sendar út fyrir námskeiðið. Hámarksfjöldi er 30 manns í Reykjavík og ef fleiri óska eftir þátttöku verður leitast við að gefa sem flestum ríkisstofnunum stofnunum færi á að eiga fulltrúa á námskeiðinu.
Á námskeiðinu verður farið yfir málsmeðferðarreglur sem notaðar eru við töku stjórnvaldsákvarðana á fyrsta stjórnsýslustigi.
Helstu lög sem kennd verða eru: a) Stjórnsýslulög nr. 37/1993. b) Upplýsingalög nr. 50/1996. c) Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. d) Óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttarins.
Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og nái tökum á helstu réttarreglum um meðferð stjórnsýslumála þar sem taka á stjórnvaldsákvarðanir. Því meginmarkmiði má skipta upp í tvö undirmarkmið:
1. Þekking / skilningur
- Að nemendur þekki meginhugtök stjórnsýsluréttarins
- Kunni þær meginreglur sem stjórnsýslukerfi ríkisins er byggt á.
- Kunni þær málsmeðferðarreglur sem fylgja ber við töku stjórnvaldsákvarðana.
- Öðlist innsýn í meginvandamál stjórnsýslunnar við meðferð stjórnsýslumála og geri sér grein fyrir þeim leiðum sem eru færar til þess að leysa þau.
2. Færni / leikni
- Nemendur nái valdi á því að beita málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttarins.
- Nemendur gera raunhæf verkefni sem farið verður yfir í tíma.
- Nemendum ber að taka virkan þátt í umræðum í tímum.
Námsefnislisti: Birt með fyrirvara um breytingar:
Bækur og bókahlutar:
1. Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin - skýringarrit, Reykjavík 1994.
2. Páll Hreinsson: Upplýsingalögin - kennslurit, Reykjavík 1996.
3. Starfsskilyrði stjórnvalda. Forsætisráðuneytið, Reykjavík 1999. (Skýrslan er einnig aðgengileg á www.althingi.is/altext/125/s/0376.html.)
4. Fjölrit með völdum greinum um stjórnsýslurétt. (Fjölritinu verður dreift á námskeiðinu í ljósriti - önnur rit útvega nemendur sér sjálfir.)
Drög að kennsluáætlun, birt m. fyrirvara um breytingar á röð viðfangsefna:
1. kennsludagurKynning á námsefni, kennslutilhögun.
Stjórnsýslulögin og aðdragandinn að setningu þeirra. Yfirlit yfir þær reglur sem helst reynir á við meðferð stjórnsýslumála. Réttarheimildir stjórnsýsluréttarins.
Gildissvið stjórnsýslulaga
Lesefni: Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin - Skýringarrit, 19-40.
2. kennsludagur
Gildissvið stjórnsýslulaga. Til hvaða aðila taka lögin? Til hvaða athafna taka lögin?
Lesefni: Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin - Skýringarrit, 41-53
3. kennsludagur
Hugtakið aðili máls og valdmörk stjórnvalda
Lesefni: Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin - Skýringarrit, 50-53, 55-88, og Páll Hreinsson: Valdmörk stjórnvalda. Grein sem birt var í Tímariti lögfræðinga 2005. Verður dreift til nemenda í fjölriti.
4. kennsludagur
Hæfisreglur stjórnsýslulaga
Lesefni: Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin - Skýringarrit, 55-57og 65-88.
Lesið einnig eftirfarandi álit umboðsmanns Alþingis UA nr. 2110/1997 en það er að finna á eftirfarandi heimasíðu: http://www.umbodsmaduralthingis.is/
5. kennsludagur
Upphaf stjórnsýslumáls. Tilkynningarskylda stjórnvalda. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Málshraðareglan.
Lesefni: Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin - Skýringarrit, 91-96,181-182, 9-104.
6. kennsludagur
Rannsóknarreglan
Lesefni: Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin - Skýringarrit, 105-117.
7. kennsludagur
Andmælareglan
Lesefni: Páll Hreinsson. Stjórnsýslulögin - Skýringarrit, 161-206
8. kennsludagur
Upplýsingaréttur aðila máls samkvæmt stjórnsýslulögum.
Lesefni: Páll Hreinsson. Stjórnsýslulögin - Skýringarrit, 161-206
9. kennsludagur
Upplýsingaréttur almennings
Lesefni: Páll Hreinsson: Upplýsingalögin. Reykjavík 1996.
10. kennsludagur
Ákvörðunartaka í stjórnsýslumáli
Rökstuðningur stjórnvaldsákvarðana
Birting stjórnvaldsákvarðana
Kæruleiðbeiningar
Lesefni: Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin - Skýringarrit, 207-236.
11. kennsludagur
Þagnarskyldureglur og reglur um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga
12. kennsludagur
Lögmætisreglan og þjónustugjöld.